UM OKKUR
Óstöðvandi áhugi á mat og tilraunaeldamennsku varð þess að fyrirtækið Ástrík poppkorn varð til.
Fyrstu skammtarnir af karamellupoppi voru búnir til í heimilispottunum á eldavélinni heima, og hófst svo framleiðslan að alvöru í matarsmiðju Matís. Nú erum við með okkar eigin verksmiðju að Suðurlandsbraut 4a.
Við höfum haldið uppskriftinni okkar eins frá upphafi og notum sömu góðu hráefnin sem við byrjuðum að vinna með. Framleiðslan krefst mikillar nákvæmni og vandvirkni en það teljum við einmitt vera lykilinn að velgengni okkar.
Poppið
Einungis gæða hráefni
Hjá Ástrík poppkorn er aðeins notað besta mögulega hráefni. Við flytjum poppbaunirnar okkar inn frá Suður-Frakklandi en þær eru óerfðabreyttar og framleiddar eftir ströngum gæðakröfum. Við pössum þær afar vel og gætum þess að þær séu geymdar í réttu birtu- og hitastigi svo þær haldi gæðunum hér heima.
Karamellan sem umlykur poppið er elduð frá grunni af mikilli nákvæmni en til þess að karamellan hafi góða áferð, skiptir hvert handtak og tímasetning gríðarlega miklu máli.
Við notum íslenskt sjávarsalt, jurtir og smjör í karamelluna og notum engin aukaefni. Það skiptir því miklu máli að karamellupoppið fari alltaf glænýtt frá verksmiðjunni okkar og þess vegna framleiðum við poppið eftir pöntunum.
“Karamellan er búin til úr einföldum hráefnum sem gefur henni einfaldlega betra bragð”
Ástrík á Facebook
Hafðu samband
Endilega hafðu samband ef þú vilt fá upplýsingar, panta hjá okkur eða bara ef þér liggur eitthvað á hjarta.
ASTRIK@ASTRIK.IS / SÍMI: 8585851